Hrútaskráin komin á netið

0
92

Hrútaskráin fyrir árið 2013 til 2014 hefur nú verið birt á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Í skránni eru upplýsingar um 47 hrúta, þrjátíu hyrnda, þrettán kollótta, einn feldfjárhrút, einn ferhyrndan hrút og tvo forystuhrúta. Auk þessa er að finna í skránni yfirlit um afkvæmarannsóknir á vegum sauðfjársæðingastöðvanna í haust og grein um stórvirka frjósemiserfðavísa og nýtingu þeirra.

hrútaskráin 2013

Prentuð útgáfa skrárinnar er svo væntanleg síðar í vikunni. Verður henni dreift á hrútakynningarfundum búnaðarsambandanna um land allt en fundirnir verða haldnir dagana 20.-27. nóvember næstkomandi.

Hrútaskrána má nálgast hér.