Hrútar unnu i Cannes !

0
74

Kvik­mynd­in Hrút­ar, í leik­stjórn Gríms Há­kon­ar­son­ar, vann til Un Certain Regard verðlaun­ana í sam­nefnd­um flokki á kvik­mynda­hátíðinni í Cann­es í dag. Þetta er í fyrsta sinn í 68 ára sögu keppn­inn­ar sem ís­lensk kvik­mynd í fullri lengd vinn­ur til verðlauna á hátíðinni.

Hrútar mynd

„Ég er mikið að hugsa heim núna. Hugsa til fólks­ins sem hjálpaði okk­ur að láta þetta verða að veru­leika, bæði starfs­fólks­ins sem tók þátt í gerð mynd­ar­inn­ar og Bárðdæl­inga og nærsveit­ar­manna sem gerðu þetta mögu­legt.“ er haft eftir Grímari Jónssyni famleðanda myndarinnar á mbl.is í dag.

Mynd­in hef­ur hlotið lof­sam­lega dóma í mörg­um af stærstu og virt­ustu kvik­mynda­tíma­rit­um heims, tíma­rit­um á borð við Hollywood Report­er, Variety og Screen. Þá fékk hún fimm stjörn­ur í tíma­rit­inu The Upcom­ing.

Myndin verður frumsýnd hér á landi á miðviku­dag­inn kem­ur en fer í al­menna sýn­ingu á fimmtu­dag­inn.