Hreyfivika 1-5 okt

0
178

Frá Stórutjarnaskóla.

Vikan 1. – 5. október nk. er hin svo kallaða hreyfivika en henni  er ætlað að efla hreyfingu sem hluta af heilbrigðum lífsstíl.  Af þessu tilefni verður opinn fundur um barna- og unglingastefnu ÍSÍ  haldinn mánudagskvöldið 1. október nk. kl. 20.00 í Stórutjarnaskóla.

 

Fundartími er áætlaður ca. 90 mín. og mun Viðar Sigurjónsson sviðsstjóri þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ kynna stefnuna.
Fundurinn er öllum opinn og eru forráðamenn íþróttafélaga, þjálfarar og foreldrar barna sem stunda íþróttir sérstaklega hvattir til að mæta.

 

 

Jafnframt viljum við minna á nýju líkamsræktaraðstöðuna í skólanum, íþróttasalinn og sundlaugina, en öll þessi aðstaða stendur almenningi opin til hreyfingar og líkamsræktar.