Hjálparsveitir skáta í Aðaldal og Reykjadal hafa fengið að gjöf geisladiska með Strákabandinu sem heitir ,,Ljúfu lögin 2,, þetta er 18 laga diskur með harmonikkulögum m.a. er lagið, Á heimaslóð eftir Jóel Friðbjörnsson við texta eftir Guðmund G. Halldórsson. Það var Knútur Emil Jónasson sem vann diskinn. Hjálparsveitirnar munu selja diskinn og fer hver króna beint til þeirra. Áður hafði Björgunarsveitin Þingey fengið diska, sem ennþá er hægt að kaupa hjá þeim. Á þessum diski er Strákabandið skipað þeim Kjartani Jóhannessyni sem gefur diskana, Jóel Friðbjörnssyni, Kristjáni Kárasyni og Rúnari Hannessyni. Kjartan er nú hættur að leika með ,,strákunum,, vegna heilsuleysis. Gjöfinni fylgja góðar óskir til Björgunarsveitanna og von um að þeim nýtist gjöfin vel.
