Hljómsveitin Kjass heldur tónleika í Reykjahlíðarkirkju í kvöld 29. desember, kl 20:00.
Á tónleikunum verða flutt upplífgandi frumsamin rokk-og popplög en jafnframt verður fyrsta plata sveitarinnar “Rætur” flutt í heild sinni í fyrsta sinn.
Platan sem er á síðasta hluta meðgöngunnar inniheldur útsetningar Fanneyjar Kristjáns Snjólaugardóttur á hefðbundnum íslenskum sönglögum.
Aðgangseyrir 2000 og frítt fyrir börn yngri en 16 ára. 1500 fyrir námsmenn, öryrkja og eldriborgara. Miðar fást á tix.is