Hjálparsveit skáta í Aðaldal kaupir dróna

0
130

Hjálparsveit skáta Aðaldal festi á dögunum kaup á flygildi/dróna. Fyrir valinu varð Phantom 3 Pro með tilheyrandi aukahlutum. Fjögurra manna lið úr sveitinni mun æfa notkun hans og svo nota í aðgerðum. Frá Þessu segir á vef Landsbjargar

Mynd af vef Landsbjargar
Mynd af vef Landsbjargar

Flygildi eru áhugaverð viðbót við leitar- og björgunarbúnað björgunarsveita en fyrir þá sem ekki þekkja til er um að ræða nokkurskonar fjarstýrðar þyrlur með myndavél sem tekur upp og sendir myndir til stjórnanda.

Bæði er hægt að forrita leitarferla fyrirfram sem og fljúga þeim handstýrðum eftir landslagi eða öðru.

Landsbjörg.is