Hjálparsveit skáta í Aðaldal afhentur styrkur

0
203

Á dögunum fékk Hjálparsveit skáta Aðaldal höfðinglega gjöf. Þar voru á ferð fulltrúar „fótaskinns ættarinnar“ þar er að segja afkomendur Stefáns Guðmundssonar og Guðrúnar Jósdóttur frá Fótaskinni í Aðaldal. Tilkoma þessa var sú að haldið var ættarmót hjá framangreindum ættboga og rennt blint í sjóinn hvað kostnað og þátttöku varðari. Þegar samkoman var gerð upp kom í ljós 105.500 kr. afgangur.

Benedikt Kristjánsson  afhendir Hallgrími Óla Guðmundssyni styrkinn. Magnús Hermannsson stendur hjá. Mynd HSA.
Benedikt Kristjánsson afhendir Hallgrími Óla Guðmundssyni styrkinn. Magnús Hermannsson stendur hjá. Mynd HSA.

Þótti samkomunni við hæfi að láta gott af sér leiða í upprunasveit ættarinnar og var Hjálparsveit skáta í Aðaldal fyrir valinu.

“Kunnum við félagsfólk í Hjálparsveit Skáta Aðaldal þeim bestu þakkir fyrir afar höfðinglegan styrk” sagði Hallgrímur Óli Guðmundsson formaður HSA við þetta tækifæri.