Hitamet féll á Végeirsstöðum í gær – Tæpar 28 gráður

0
153
Hitaspá 26. júlí 2017

Hitamet sumarsins féll í gær þegar nærri 28 gráður mældust í Fnjóskadal. Á Végeirsstöðum í Fnjóskadal var hitinn 27,7 gráður um klukkan fjögur í gær. Frá þessu segir á ruv.is. Síðast var jafn heitt á landinu 9. ágúst 2012 á Eskifirði.

Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem met er slegið í Fnjóskadal en á fimmtudag mældist hámarkshiti á Végeirsstöðum 25,9 gráður. Var það þá hæsti hiti sem mælst hafði á landinu síðan í júlí 2013. Árin 2014 til 2016 mældist hiti hér á landi aldrei hærri en 25 stig en talvert mikið hefur verið um það í ár, aðallega norðaustanlands.

Rúv.is 

Hitastig á Végeirsstöðum sl. sólarhring. Skjáskot af veður.is