Hestamannafélagið Grani býður til málþings um samstarf

0
72

Hestamannafélagið Grani býður félagsmönnum sínum, félagsmönnum Feykis og félagsmönnum Þjálfa, til málþings um samstarf. Í tilkynningu sem 641.is hefur borist frá stjórn hestamannafélagsins Grana segir að þeim langi til að skoða hvort eitthvað í félagsstarfi hestamannafélaganna eigi samleið og geti verið öllum til styrks og ánægju.

grani_logo

 

Málþingið hefst kl 13 nk. laugardag, 24. Okt í Bústólpahöllinni.
Vöfflur og heitt á könnunni.
Vonumst til að sjá ykkur sem flest, unga sem eldri. Stjórn Grana.