Héraðsmót HSÞ í sundi 24. nóvember

0
196

Héraðsmót HSÞ í sundi fer fram í sundlauginni á Laugum laugardaginn 24. nóvember. Keppnisgreinar eru skv. reglugerð, þó ekki í þeirri röð sem þar kemur fram.

Upphitun hefst kl. 9:00 og er ráðgert að keppni sé lokið um hádegi.

Verðlaunaafhending fer fram í Dalakofanum strax að loknu móti yfir pizzuveislu sem þátttakendum og fylgjendum býðst að taka þátt í.

Skráningar berist á skrifstofu HSÞ í síðasta lagi fimmtudaginn 22. nóvember hsth@hsth.is