Hemma Gunn afhentur “Hemminn”

0
256

“Ég er nánast klökkur, það er bara svoleiðis og ánægjan mikil og sönn. Ég hef verið að þvælast í íþróttum og fjölmiðlum og ýmsu í gegnum tíðina og vissulega fengið einhverjar medalíur fyrir þau áhugamál mín. En svo ég segi frá hjartans rótum þá hefur mér aldrei nokkurn tímann verið sýndur svona mikill heiður. Þetta er mesti heiður sem ég hef fengið í lífinu”. Sagði Hermann Gunnarsson fjölmiðlamaður eftir að Þorgerður Björg Þórðardóttir listakona afhenti honum Hemmann, gleðigjafa, við setningu hátíðarinnar List án landamæra í Miðhvammi í gær. Frá þessu er sagt á 640.is

Sigga Valdís forstöðumaður Miðjunnar, Hemmi Gunn og Gerða á góðri stundu.
Sigga Valdís forstöðumaður Miðjunnar, Hemmi Gunn og Gerða á góðri stundu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins og þeir sem Gerðu þekkja, er Hemmi hennar mesta átrúnaðargoð, og í tilefni af List án landamæra málaði Gerða fjöldann allan af myndum af Hemma Gunn sem hún fór svo með í Hönnunarverksmiðjuna á Húsavík, til Arnhildar Pálmadóttur arkitekts. Þar var Hemmi Gunn skannaður inn í tölvu og skorinn út með leisergeisla og til varð Hemminn gleðigjafi.

Hemmi flutti erindi um gleðina eftir að Gerða afhenti honum Hemmann en fjölmenni var í sal Miðhvamms við setningu hátíðarinnar.

Siggi Illuga og Ásgrímur á Lækjarvöllum slógu í gegn í gær. Mynd: Hafþór Hreiðarsson.
Siggi Illuga og Ásgrímur á Lækjarvöllum slógu í gegn í gær. Mynd: Hafþór Hreiðarsson.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Síðan kynnti leikhópurinn Suðurskautið leikritið Búkollu sem sýnt verður í tvígang í Samkomuhúsinu í dag, sunnudag og Ásgrímur Sigurðsson söng tvö lög við undirleik Sigurðar Illugasonar. Og óhætt að segja að Ási hafi slegið í gegn líkt og leikararnir í Suðurskautinu.

Að lokinni setningunni í Miðhvammi skunduðu gestir yfir í Safnahúsið þar sem einkasýning Gerðu var opnuð en þar eru sýndir Hemmar. Sýning stendur til 20. apríl. Opnunartími sýningarinnar er frá kl. 10-16.

Hér fyrir neðan má sjá myndband frá deginum í gær.