Helgi Björnsson verður gestur Tónkvíslarinnar í ár

0
315

Gestur Tónkvíslarinnar 2018 verður enginn annar en hinn landsþekkti söngvari og leikari Helgi Björnsson, en tilkynnt var um það í á Facebooksíðu Tónkvíslarinnar í gærkvöld.

Helgi Björnsson er að fagna 30 ára söngafmæli um þessar mundir, en það eru 30 ár síðan fyrsta hljómplatan kom út með þessum ástsæla söngvara, en það var Grafík – Get ég tekið sjéns sem innihélt m.a. lögin Mér finnst rigningin góð, 16 og Þúsund sinnum segðu já. Síðan tók við óslitin sigurganga með Síðan Skein Sól, Reiðmönnum Vindanna og undir eigin nafni.

Helgi Björnsson er söngvari sem enginn vill láta framhjá sér fara. Miðasala hefst fimmtudaginn 1. mars á tix.is og sjálf Tónkvíslin 2018 fer fram laugardaginn 17. Mars í íþróttahúsinu á Laugum.