Vegna staðfestra inflúensutilfella hér á landi hófst Inflúensubólusetning ca ½ mánuði fyrr en venjulega. Þeir sem tilheyra áhættuhópum njóta forgangs og eru hvattir til að láta bólusetja sig sem fyrst. Móttaka heilsugæslunnar á Húsavík tekur við tímapöntunum í síma 464-0500 eða 4640501 kl. 10-14.
Bólusett verður á heilsugæslunni á Húsavík daglega í þessari viku frá kl. 14-16 en síðan þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl 14-15.
Upplýsingar fást símleiðis um skipulag bólusetninga á heilsugæslustöðvunum: Mývatnssveit s: 464-0660, Kópaskeri s: 4640640, Raufarhöfn s: 464-0620 og Þórshöfn s: 464-0600.
Áhættuhópar
- Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
- Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
- Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.
- Þungaðar konur.
Sigríður Jónsdóttir Yfirhjúkrunarfræðingur svæðis og Yfirhjúkrunarfræðingur heilsugæslu í Þingeyjarsýslum.