Haustgleði Þingeyjarskóla – Myndir

Aukasýning 24. október kl 20:00

0
368

Haustgleði grunn- og tónlistarskóladeildar Þingeyjarskóla var haldin að Ýdölum
föstudagskvöldið 20. október. Sett var upp leikritið „HONK“ saga af ljótum andarunga – eggjandi gleðisöngleikur fyrir alla fjölskylduna eftir George Stiles og Anthony Drewe í  íslenskri aðlögun Gísla Rúnars Jónssonar.

Vel tókst til með sýninguna og þessi stórskemmtilega saga af ljótum andarunga sló í gegn meðal áhorfenda.

Þeir sem misstu af sýningunni sl. föstudag geta tekið gleði sína á ný, því það verður aukasýning á „HONK“ þriðjudagskvöldið 24. október kl 20:00 í Ýdölum.

Meðfylgjandi myndir voru teknar sl. föstudagskvöld.

Haustgleði 2017
Haustgleði 2017
Haustgleði 2017
Haustgleði 2017