Ár er liðið frá því Flugfélagið Ernir hóf flug til Húsavíkur en þá hafði ekki verið reglulegt áætlunarflug þangað í um 14 ár. Frábærar viðtökur hafa einkennt þetta fyrsta ár í flugi til Húsavíkur. Almenningur, fyrirtæki og stofnanir hafa sínt stuðning í verki og hafa hátt í 10.000 farþegar farið um Húsavíkurflugvöll í áætlunarflugi Ernis frá 15. Apríl 2012. Fyrstu mánuðina voru flognar 7 ferðir í viku en vegna mikillar eftirspurnar eru ferðir nú orðnar 10 í viku og er flogið alla daga nema laugardaga.
Gott samstarf er við fyrirtæki og stofnanir innan svæðisins sem styrkir mjög flugið sem og að ferðaþjónustan er stór þáttur sérstaklega yfir sumarið. Gera má ráð fyrir mikilli aukningu farþega á þessu ári og ekki ólíklegt að bæta þurfi oft við aukaflugum vegna fjölda farþega. Mikið af spennandi verkefnum eru í farvatningu ekki síst er varðar komu erlendra ferðamanna á svæðið og vonandi verður hægt að auka straum innlendra sem erlendra ferðamanna norður í gegnum Húsavík bæði á sumrin og yfir há veturinn.