Hátíðardagskrá á Laugum 1. desember – 90 ára afmæli skólahalds á Laugum

0
138

Framhaldsskólinn á Laugum býður íbúum Þingeyjarsveitar til hátíðardagskrár 1. desember n.k. kl. 11:00 í tilefni af fullveldisdeginum og 90 ára afmæli skólahalds á Laugum.

Laugar logo

Eldri borgurum er sérstaklega boðið að koma heim að Laugum kl 10:00 og ganga um staðinn og þiggja molasopa í matsalnum. Opið hús í Seiglu – Litlulaugaskóla fyrir eldri borgara fellur niður þann sama dag.

Hátíðardagskrá hefst síðan kl. 11:00 í íþróttahúsinu og að henni lokinni er þeim boðið að þiggja veitingar í matsal skólans.

Vonumst til að sjá sem flesta. Skólameistari.