Hákon Hrafn og Hlynur hlutskarpastir í Gamlárshlaupi Völsungs

0
148

Gamlárshlaup Völsungs var haldið á Húsavík í morgun. Er þetta í áttunda skiptið í röð sem slíkur viðburður er haldinn á Húsavík en þó í fyrsta sinn sem íþróttafélagið Völsungur hefur umsjón með hlaupinu.

Metþátttaka var þrátt fyrir nokkuð hvassa norðanátt með hríðarköflum. Samtals voru 57 manns sem þreyttu vegalengdirnar þrjár en í boði voru 3,5 skemmtiskokk, 5 km hlaup og 10 km hlaup.

Í 10 kílómetra hlaupi sigraði þríþrautarkappinn Hákon Hrafn Sigurðsson af öryggi á tímanum 39:01. Annar var Jón Friðrik Einarsson á 45:07 og Ágúst Þór Brynjarsson var þriðji á 45:24.

Í 5 km hlaupi varð Hlynur Aðalsteinsson hlutskarpastur á tímanum 21:16. Annar varð Arnar Guðmundsson á 21:53 og Hulda Ósk Jónsdóttir hafnaði í þriðja sæti á 22:15.