Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Landverndar um að stöðva framkvæmdir Landsnets við byggingu Kröflulínu 4 í landi Skútustaðahrepps. Þetta er niðurstaða nefndarinnar eftir fund sinn í gær. Mbl.is segir frá þessu.

Taldi nefndin að það væri almennt of viðurhlutamikið að stöðva framkvæmdir á þeim grundvelli einum að umhverfi yrði raskað, jafnvel þótt rask yrði umtalsvert og um sé að ræða umhverfi sem njóti sérstakrar verndar af einhverjum orsökum. Væri þá einsýnt að flestar þær framkvæmdir sem sæta mati á umhverfisáhrifum myndu verða stöðvaðar án þess að frekari skoðunar þyrfti við.