Hafna stöðvun­ar­kröfu Land­vernd­ar

0
72

Úrsk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála hef­ur hafnað kröfu Land­vernd­ar um að stöðva fram­kvæmd­ir Landsnets við bygg­ingu Kröflu­línu 4 í landi Skútustaðahrepps. Þetta er niðurstaða nefnd­ar­inn­ar eft­ir fund sinn í gær. Mbl.is segir frá þessu.

Tölvugerð mynd
Tölvugerð mynd

Taldi nefnd­in að það væri al­mennt of viður­hluta­mikið að stöðva fram­kvæmd­ir á þeim grund­velli ein­um að um­hverfi yrði raskað, jafn­vel þótt rask yrði um­tals­vert og um sé að ræða um­hverfi sem njóti sér­stakr­ar vernd­ar af ein­hverj­um or­sök­um. Væri þá ein­sýnt að flest­ar þær fram­kvæmd­ir sem sæta mati á um­hverf­isáhrif­um myndu verða stöðvaðar án þess að frek­ari skoðunar þyrfti við.

 

Lesa nánar hér