Hafdís var “neflengd” frá Íslandsmetinu í 200 m !

0
75

“Hafdís Sigurðardóttir tætti 200 metra hlaupið til silfurs og bætti sinn besta tíma verulega er hún þaut hálfan hringinn á 23,82 sekúndum í blankalogni. Hún átti best 24,00 frá í fyrra. Þetta er 1/100 frá 16 ára gömlu Íslandsmeti Guðrúnar Arnardóttur frá 1997 í Odense, einnig í 0 m/s. Það er ljóst að ýmis Íslandsmet skjálfa og falla í nærveru Hafdísar þetta árið!” Þannig er sagt frá á Facebook-síðu Frjálsíþróttasambands íslands.

Uppskera Hafdísar á Smáþjóðaleikunum.
Uppskera Hafdísar á Smáþjóðaleikunum.

 

Skammt er um liðið síðan Hafdís sló 10 ára gamalt Íslandsmet í langstökki og virðist hún til alls líkleg í sumar. Hafdís kom heim frá Smáþóðaleikunum í Luxemburg í gær hlaðin verðlaunum, sem sjá má á myndinni hér fyrir ofan.

Hafdís vann til flestra verðlauna allra Íslensku keppandanna í frjálsum íþóttum á leikunum, eða fimm alls.