Hafdís tvíbætti Íslandsmetið í langstökki í dag.

0
306

Hafdís Sigurðardóttir tvíbætti Íslandsmetið í langstökki á Kastmóti UFA sem fram fór á Akureyri í dag. Hafdís stökk 6,31 í þriðju umferð og bætti metið um 1. cm. Hún bætti svo um betur og stökk 6,36 m í síðustu umferðinni.  “Ég réði mér ekki fyrir gleði og grét bara. Ég er varla búin að átta mig á þessu og var lengi að þerra tárin” sagði Hafdís á Facebook-síðu sinni í kvöld. Gamla metið átti Sunna Gestdóttir en þa var sett fyrir 10 árum.

Hafdís Sigurðardóttir
Hafdís Sigurðardóttir.

Hafdís er greinilega í góðu formi því hún hljóp svo 60 m hlaupið á 7,70sek, sem er vel undir gildandi Íslandsmeti í greininni, en meðvindur var of mikill þannig að Hafdís fékk ekki staðfest Íslandsmet þar.

Þetta var fyrsta utanhússmót Hafdísar hér heima á árinu, en um helgina heldur hún utan ásamt Þorsteini Ingvarssyni og fleiri Íslenskum keppendum til þess að keppa á Smáþjóðaleikunum Í Luxemborg.

 

Þessi frábæri árangur Hafdísar í dag gefur góð fyrirheit fyrir Smáþjóðaleikanna.

Sléttir 6,36 m.
Sléttir 6,36 m.

[scroll-popup-html id=”10″]