Hafdís setti Íslandsmet í langstökki í dag – Myndband

0
75

Þingeyska frjálsíþróttakonan Hafdís Sigurðardóttir setti í dag Íslandsmet innanhúss í langstökki á Meistaramóti Íslands þegar hún stökk 6,40 m. Bætti hún þar með 11 ára gamalt Íslandsmet Sunnu Gestsdóttur í greininni um heila 12 cm. Stökkið í dag var lengra en núgildandi Íslandsmet utanhúss (6,36m) sem Hafdís á sjálf og hefur því íslensk kona aldrei stokkið lengra. Glæsilegur árangur hjá Hafdísi og ljóst að hún ætlar ekkert að gefa eftir á þessu ári eftir að hafa náð toppárangri í fyrra. Frá þessu er sagt á vef UFA.

Hafdís Sigurðardóttir í Hofi í dag.
Hafdís Sigurðardóttir var valin íþróttamaúr Akureyrar fyrir fáeinum dögum.

Hafdís sigraði einnig í 60 m hlaupi á 7,58 sek sem er einnig bæting. Hún bætti svo þriðja Íslandsmeistaratitlinum í safnið með sigri og bætingu í 400 m hlaupi þar sem hún háði harða baráttu við Anítu Hinriksdóttur úr ÍR. –

Hér má sjá myndband af Íslandsmetinu frá því í dag.