Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum stendur nú yfir á Akureyri. Hafdís Sigurðardóttir frá Tjarnarlandi, vann sigur í öllum þremur greinunum sem hún keppti í, í dag.. Hún vann sigur í 100 m hlaupi á tímanum 11,75 sek. sem er nálægt hennar besta tíma í greininni.

Í 400 m hlaupi háði hún hörkukeppni við Anítu Hinriksdóttur nýkrýndan Evrópu og heimsmeistara (17 og 19 ára og yngri) og hafði betur á tímanum 54,46.
Hafdís vann svo yfirburðasigur í langstökki með stökki upp á 6,36 sem er jöfnun á hennar besta árangri og um leið jöfnun á Íslandsmetinu sem Hafdís setti fyrr í sumar.
Hafdís Sigurðardóttir hefur átt frábært keppnistímabil í sumar. Þrjú Íslandsmet er hún búin að setja á árinu og hún jafnaði sitt eigið íslandsmet í langstökki í dag.
Þingeyingar er mjög stoltir af Hafdísi þó svo að hún keppi ekki lengur fyrir HSÞ því hún gekk í UFA fyir rúmlega ári síðan.