Hafdís íþróttamaður ársins hjá UFA

0
84

Hafdís Sigurðardóttir hefur verið útnefnd íþróttamaður UFA 2013. Hafdís bar höfuð og herðar yfir keppinauta sína í spretthlaupum og langstökki á Íslandi á árinu. Hún setti þrjú glæsileg Íslandsmet og vann fjölda Íslandsmeistaratitla. Hafdís setti sitt fyrsta Íslandsmet í flokki fullorðinna í sumar er hún tvíbætti metið í langstökki kvenna og stökk 6,31m og síðan 6,36m. Þar með bætti hún met Sunnu Gestsdóttur  sem var 6,30m frá árinu 2003 um 6cm. Frá þessu er sagt á UFA.is

Hafdís Sigurðardóttir varð líka íþróttamaður HSÞ á sínum tíma.
Hafdís Sigurðardóttir varð líka íþróttamaður HSÞ á sínum tíma.

Hún bætti svo um betur í sumar og setti einnig Íslandsmet í 60m og 300m hlaupum kvenna. Hún er sexfaldur Íslandsmeistari kvenna í spretthlaupum og langstökki innan og utan-húss á árinu 2013.

Hún er ósigruð í öllum hlaupum sem hún tók þátt í á Íslandi sumarið 2013 og er stigahæsta kona í spretthlaupum  á árinu í 100m, 11,88sek, 200m, 23,81sek og 400m 54,03sek. Hún bætti sinn persónulega árangur í öllum hlaupum enn á ný 2013, og er á öruggri leið inn á stærstu heimsmótin í frjálsíþróttum.

Hafdís vann verðlaun sem stigahæsti (IAAF) einstaklingur á Íslandi í spretthlaupum í lokahófi FRÍ s.l. haust eins og sl. ár.

Hún er í Ólympíuhópi FRÍ 2016 eftir keppnistímabilið 2013 í langstökki, 200m og 400m hlaupum, og stefnir að þátttöku á Ólympíuleikunum í Ríó 2016.

Hafdís keppti fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikum í Luxemburg og hlaut verðlaun í spretthlaupum langstökki og boðhlaupum á mótinu.

Hafdís er lang stigahæsti einstaklingur UFA á mælikvarða IAAF síðastliðin 2 ár.

“Stjórn UFA óskar Hafdísi til hamingju með titilinn sem er verðskuldaður, enda hefur Hafdís lagt mikið á sig til að ná þeim árangri sem hún er nú að uppskera. Æfingin skapar meistarann segir máltæki sem á vel við hjá Hafdísi. Vonumst við til að nýtt ár verði henni gjöfult sem aldrei fyrr”, segir á heimasíðu UFA.