Hafdís fjórfaldur Íslandsmeistari – Getur bætt þremur titlum við á morgun

0
92

Haf­dís Sig­urðardótt­ir hef­ur unnið til fjögurra Íslandsmeistaratitla á Meist­ara­móti Íslands í frjáls­um íþrótt­um sem fram fer á Kaplakrika­velli í Hafnarfirði og það eftir aðeins fyrri dag keppninnar. Hafdís getur mögulega bætt við sig þremur titlum á morgun á seinni keppnisdegi mótsins. Á morgun sunnudag kepp­ir Hafdís í þrístökki, 200 metra hlaupi og er í sveit UFA í 4×400 metra hlaupi.

Hafdís Sigurðardóttir varð líka íþróttamaður HSÞ á sínum tíma.
Hafdís Sigurðardóttir

Í dag varð Haf­dís Íslands­meist­ari í lang­stökki með stökki upp á 6,20 metra við erfiðar aðstæður, í 100 metra hlaupi sigraði hún á tím­an­um 11,84 sek­únd­um og í 400 metra hlaupi setti hún móts­met þegar hún hljóp á 54,16 sek­únd­um. Auk þess hljóp hún síðasta sprett­inn hjá sveit UFA í 4×100 metra hlaupi og tryggði liðinu sig­ur­inn en tími UFA var 48,42 sek­únd­ur.

Frábær árangur hjá bestu frjálsíþróttakonu landsins.