Guðrún Glúmsdóttir er 100 ára í dag

0
856

Guðrún Glúmsdóttir húsfreyja á Hólum í Reykjadal hélt upp á 100 ára afmælið sitt í dag. Haldið var upp á afmælið hennar heima hjá syni Guðrúnar og tengdadóttur á Hólum 2 með fjölskyldu og ættingum.

Guðrún býr heima á Hólum og sinnir léttum heimilisstörfum. Hún er andlega ern ennþá, en hefur farið nokkrum sinnum í hvíldarinnlagnir á sjúkarhúsið á Húsavík.

Guðrún var og er mjög félagslynd og starfaði í kórum og kvenfélagi áður fyrr og hafði sérlega gaman af ferðalögum.

Guðrún fæddist í Vallakoti í Reykjadal 25. apríl árið 1918 og eignaðist hún þrjá syni og eina dóttur sem lést barnung. Eiginmaður hennar var Haraldur Jakobsson bóndi í Hólum, sem lést árið 1996 en svo merkilega vildi til að Haraldur átti sama afmælisdag og Guðrún.