Guðný Ingibjörg Grímsdóttir Umf Eflingu vann gullverðlaun í flokki 50 ára og eldri og bronsverðlaun í kvennaflokki á Íslandsmótinu í bogfimi innanhúss sem fram fór í Bogfimisetrinu í Reykjavík í gær. Keppnin var jöfn og þurfti bráðabana til að skera úr um úrslit.
Tómas Gunnarsson Umf. Eflingu sem vann sigur á RIG í janúar, tók einnig þátt í mótinu en tókst ekki að komast á pall að þessu sinni. Þess má geta að Guðný og Tómas eru hjón og varð sonur þeirra Jóhannes Friðrik, Íslandsmeistari í bogfimi í unglingaflokki árið 2015.
Óhætt er því að segja að bogfimi sé eitthvað sem henti vel þessari fjölskyldu frá Lautum í Reykjadal.
Hér má skoða öll úrslit frá mótinu