Gríðarleg skriða féll í Öskju

0
374

Að kvöldi 21. júlí um kl. 23:20-23:30 féll stór skriða úr Dyngjufjöllum við suð-austanvert Öskjuvatn. Skriðan var það stór að hún kom fram á jarðskjálftamælum allt vestur í Borgarfjörð. Mikill mökkur steig upp af Dyngjufjöllum á sama tíma en hjaðnaði fljótt. Skriðan myndaði flóðbylgju í Öskjuvatni, sem olli breytingum á bökkum vatnsins og við Víti. Frá þessu segir á vef Vatnajökulsþjóðgarðs. 

Jara Fatima Brynjólfsdóttir flugmaður hjá Mýflugi tók meðfylgjandi myndir þegar hún flug yfir Öskju í gær. Smellið á myndirnar til að skoða stærri útgáfu.

Þarna féll stór skriða úr fjallinu ofan í Öskjuvatn. Mynd: Jara Fatima Brynjólfsdóttir
Þarna féll stór skriða úr fjallinu ofan í Öskjuvatn. Mynd: Jara Fatima Brynjólfsdóttir

Engin markverð aukning í jarðskjálftavirkni hefur mælst á svæðinu í tenglsum við þennan atburð. Jarðfræðingar eru í Öskju að skoða verksummerki. Boðað hefur verið til fundar með Almannavörnum og vísindamönnum í fyrramálið. Almannavarnir, lögreglustjóri á Húsavík og Vatnajökulsþjóðgarður hafa tekið ákvörðun um að loka fyrir alla umferð í Öskju þar til niðurstaða fundarins liggur fyrir. 

Skriðan frá öðru sjónarhorni. Mynd: Jara Fatima Bryjnólfsdóttir.
Skriðan frá öðru sjónarhorni. Mynd: Jara Fatima Brynjólfsdóttir.
Öskjuvatn er kolmórautt næst Víti. Mynd: Jara Fatima Brynjólfsdóttir
Öskjuvatn er kolmórautt næst Víti. Mynd: Jara Fatima Brynjólfsdóttir
Öskjuvatn og Víti. Eins og sjá má munaði engu að haftið milli Vítis og Öskjuvatns gæfi sig. Mynd: Jara Fatima Brynjólfsdóttir
Öskjuvatn og Víti. Eins og sjá má munaði engu að haftið milli Vítis og Öskjuvatns gæfi sig. Mynd: Jara Fatima Brynjólfsdóttir