Greinargerð og rökstuðningur verða birt eftir að fræðslunefnd og skólaráð hafa fjallað um tillöguna

0
109

Eins og fram kom hér á 641.is fyrr í dag lagði meirihluti sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar það til á aukafundi sveitarstjórnar í dag, að allt grunnskólahald Þingeyjarskóla yrði sameinað á eina starfsstöð á Hafralæk, frá og með 1. ágúst 2015. 641.is spurði Arnór Benónýsson oddvita Þingeyjarsveitar nánar út í afgreiðslu meirihlutans eftir fundinn í dag.

Arnór Benónýsson oddviti Þingeyjarsveitar
Arnór Benónýsson oddviti Þingeyjarsveitar

“Við samþykktum að vísa tillögunni til fræðslunefndar og skólaráðs til umsagnar sem fræðslunefnd og skólaráð þurfa svo að skila sínum umsögnum í síðasta lagi 15. desember. Endanleg afgreiðsla tillögunnar bíður svo aukafundnar sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar sem verður væntanlega haldinn 18. desember nk”.

 

 

Um gagnrýni minnihlutans um að enginn greinargerð né rökstuðningur fylgdi með tillögu meirihlutans um að velja Hafralækjarskóla sem starfsstöð til framtíðar fyrir Þingeyjarskóla sagði Arnór, að greinargerð og rökstuðningur fyrir staðarvalinu yrði birtur eftir að fræðslunefnd og skólaráð hefði fjallað um málið.

“Það væri ekki eðlilegt að leggja fræðslunefnd og skólaráði upp forskrift og hafa þannig áhrif á niðurstöðu nefndanna”, sagði Arnór í spjalli við 641.is í dag.