Göngum flýtt vegna slæmrar veðurspár

0
70

Fjallskilastjórar í Þingeyjarsýslu ákváðu á fundi með sýslumanni, almannavörnum og ráðanauti á Húsavík fyrr í kvöld að flýta göngum í allri suður-Þingeyjarsýslu og Kelduhverfi vegna mjög slæmrar veðurspár um komandi helgi. Á sumum svæðum verður farið í göngur strax á morgun, en á miðvikudag og fimmtudag á öðrum svæðum. Stefnt er á að rétta í flestum réttum sýslunnar áður en óveðrið skellur á og vonast bændur eftir skaplegu veðri fyrrihluta föstudags til þess.

Móru frá Presthvammi var bjargað úr fönn sl. haust.
Móru frá Presthvammi var bjargað úr fönn sl. haust.

Að sögn Sæþórs Gunnsteinssonar bónda í Presthvammi í Aðaldal, sem sat fundinn í kvöld, var einhugur meðal bænda um að flýta göngum vegna veðursins því enginn vildi lenda í því sama og í fyrra þegar mörg hundruð kindur drápust í septemberóveðrinu. Samkvæmt nýjustu veðurspánni verður veðrið heldur verra en spáð var í morgun og lægðin heldur dýpri en sú sem olli óveðrinu í fyrra. Henni á að fylgja mikið hvassviðri og gríðarleg úrkoma sem verður sennilega að mestu leiti snjókoma ofan við 200 metra hæðarlínu. Einungis 8 vikur eru liðnar síðan bændur í Aðaldal slepptu fé í afrétt og verður því viðvera þess í afrétt óvenju stutt þetta árið.

Ljóst er að réttardagsetingar riðlast mikið þetta árið og verða sennilega flestar réttir í sýslunni í lok vikunnar.

Upplýsingar um réttardagsetningar verða birta hér á 641.is þegar þær verða ljósar.