Góður árangur Elvars á Silfurleikum ÍR

0
119

Elvar Baldvinsson HSÞ átti góðan dag á Silfurleikum ÍR um síðustu helgi. Hann keppti þar í þremur greinum, kúluvarpi, hástökki og 60 m grindahlaupi og gerði sér lítið fyrir og vann sigur í þeim öllum. Frá þessu er sagt á  frjálsíþróttavef HSÞ.

Elvar Baldvinsson efstur á palli
Mynd: Ragna Baldvinsdóttir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hann bætti sig í tveimur greinunum en hann hljóp 60 m grind á 8,77, stökk 1,78 í hástökki og kastaði 4 kg kúlunni 12,82 m. Elvar var eini keppandi HSÞ á leikunum að þessu sinni og hann sá svo sannanlega um að halda heiðri félagsins á lofti.

Sjá nánar hér