Goðinn-Mátar hraðskákmeistari taflfélaga eftir gríðarlega spennandi úrslitaviðureign

0
148

Það var gríðarlega spenna fyrir úrslitaviðureign Hraðskákkeppni taflfélaga sem fram fór í húsnæði Skákskóla Íslands í dag. Um var að ræða endurtekið efni en Goðinn-Mátar og Víkingaklúbburinn mættust í úrslitum rétt eins og fyrra. Þá þurfti að grípa til bráðabana eftir að sveitirnar urðu jafnar 36-36. Þá hafði Víkingaklúbburinn betur í bráðabana 3,5-2,5.

1238169_469554133152326_168498505_n
Sigurlið Goðans-Máta. Sigurðu Daði, Þröstur Árna, Kristján Eðvarðss, Þröstur Þórhalls, Jón Þorvaldss, Helgi Áss og Tómas Björnss. Einar Hjalti, Arnar þorsteins, Magnús Teitss og Ásgeir Ásbjörnss. Mynd: Hrafn Jöklusson

Ljóst var fyrirfram að sveitirnar væru gríðarlega jafnar og flestir spáðu jafnri viðureign og jafnvel að aftur kæmi til bráðbana. GoðMátar byrjuðu með látum, vann fyrstu umferðina 5-1. Víkingar komu hins vegar sterkir til baka og með sigrum með annarri og þriðju umferð voru þeir skyndilega komnir yfir. Víkingar leiddu svo 19-17 í hálfleik.

GoðMátar byrjuðu svo seinni hlutann með látum þegar þeir unnu fyrstu viðureignina eftir hálfleik (7. umferð) 4,5-1,5 og höfðu þar með endurheimt forystuna. Þeir héldu forystunni fram til 10. umferðar þegar Víkingar jöfnuðu metin. Staðan orðin 30-30. Goð-Mátar unnu svo elleftu umferðina 4-2 og leiddu 34-32. Tekið var 5 mínútna hlé og GoðMátar byrjuðu lokaumferðina vel, voru komnir með aðra höndina á titilinn 36-33 en Víkingar unnu þrjár síðustu skákirnar og jöfnuðu metin 36-36!

Spennan var nánast óbærileg fyrir bráðabanann. GoðMátar byrjuðu vel og í stöðunni 3-2 þráskákaði Þröstur Þórhallssyni á móti Stefáni Kristjánssyni og þar með ljóst að sigurinn væri Þingeyinga.

Sjá nánar á heimasíðu Goðans-Máta