Góð byrjun hjá blakliði HSÞ á Íslandsmótinu

0
284

Kvennalið HSÞ í blaki hóf keppni á Íslandsmótinu í blaki um helgina. Óhætt er að segja að byrjunin lofi góðu fyrir framhaldið því þær unnu alla fimm leikina sem þær spiluðu um helgina, en mótið fór fram í Kórnum í Kópavogi. Liðið vann 10 hrinur og tapaði aðeins einni.

Blaklið HSÞ 2016. Mynd: Hildur Rós Ragnarsdóttir
Blaklið HSÞ 2016. Mynd: Hildur Rós Ragnarsdóttir

Kvennalið HSÞ skipa konur úr Aðaldal, Reykjadal og Kinn en þjálfari þeirra er Jóna Kristín Gunnarsdóttir frá Húsavík.

Lið HSÞ er að taka þátt í fyrsta skipti í Íslandamótinu í blaki og byrja því í 6. deild, Þar keppa 8 lið og spiluð er tvöföld umferð.

LIð HSÞ mun spila fimm leiki 14-15 janúar á næsta ári og keppni í deildinni líkur svo 18-19. mars með 4 leikjum.

Á blak.is má sjá allt um mótið (skrolla niður til að finna HSÞ)

 

Karlalið Eflingar tekur þátt í 2. deildinni í blaki og eru þeir sem stendur í 3. sæti.

Hér má sjá þeirra árangur til þessa.