Góð aðsókn að Vælukjóa – Aukasýningar á miðviku- og fimmtudag

0
271

Píramus og Þispa, leikfélag Framhaldsskólans á Húsavík, frumsýndi í síðustu viku leikritið Vælukjóa í Samkomuhúsinu á Húsavík. Mjög góð aðsókn hefur verið á sýningarnar fjórar sem fyrirhugaðar voru og nú hefur verið ákveðið að bæta við tveimum aukasýningum. Þær verða á miðvikudag og fimmtudag kl. 18:00. Frá þessu segir á 640.is

Vælukjói kallast á frummálinu „Cry-Baby” og kom fyrst fram sem söngvamynd með Johnny Depp í aðalhlutverki árið 1990. Verkið gerist á sjötta áratugnum og segir frá átökum tveggja þjóðfélagshópa með áhersluna á ást pilts og stúlku úr sitt hvorum hópnum en það samband er ekki til vinsælda eða friðsemdar fallið.

Með hlutverk unga parsins fara Kristjana Freydís Stefánsdóttir og Eyþór Kári Ingólfsson en þau koma bæði úr Framhaldsskólanum á Laugum.

Auk nemenda úr FSH taka þátt í sýningunni nemendur úr Framhaldsskólanum á Laugum og Borgarhólsskóla á Húsavík. Um fjörutíu nemendur koma að sýningunni á einn eða annan hátt.

Lesa nánar á 640.is en þar má einnig sjá fleiri myndir