Glæsileg fjárhús vígð í Árholti

0
546

Það var mikið um dýrðir í Árholti á Tjörnesi í dag þegar fjöldi kinda var rekinn inn í splunkuný glæsileg fjárhús sem hafa verið í byggingu síðan í haust og eru nú tilbúin til notkunar. Um er að ræða allt að 400 kinda hús með gjafagrindum og var ekki annað að sjá en að ærnar kynnu mjög vel við sig á nýja staðnum. Það er Jón Gunnarsson bóndi í Árholti sem hefur staðið í framkvæmdunum, en með hjálp vina og vandamanna hefur gengið mjög vel undanfarið að ganga frá húsinu að innan.

Nýju fjárhúsin í Árholti séð að utan
Nýju fjárhúsin í Árholti séð að utan

Jón er að vonum mjög ánægður með þessa byggingu sem gjörbreytir allri vinnuaðstöðu í Árholti og veitir honum möguleika á því að fjölga fénu, því hann mun áfram nýta eldri fjárhúsin og því er plássið mikið sem hann hefur fyrir bústofninn.

Fjárhúsin að innan. Mynd Atli Vigfússon
Fjárhúsin eru björt og vistleg.

Í tilefni dagsins var boðið upp á veitingar og mættu margir vinir og nágrannar til þess að halda upp að þessi glæsilegu fjárhús skuli nú vera komin í notkun. (Texti og myndir Atli Vigfússon)

Systkinin í Árholti þau Guðrún Gunnarsdóttir (Gurra) og Jón Gunnarsson. Með þeim á myndinni eru Jóhanna Heiður Kristjánsdóttir og Sævar Örn Guðmundsson.
Systkinin í Árholti þau Guðrún Gunnarsdóttir (Gurra) og Jón Gunnarsson. Með þeim á myndinni eru Jóhanna Heiður Kristjánsdóttir og Sævar Örn Guðmundsson.
Nágrannar komu til þess að samgleðjast Jóni og hans fólki. F.v. Halldór Sigurðsson og Mary Anna Guðmundsdóttir á Syðri-Sandhólum ásamt Margréti Bjartmarsdóttur á Sandhólum.
Nágrannar komu til þess að samgleðjast Jóni og hans fólki.
F.v. Halldór Sigurðsson og Mary Anna Guðmundsdóttir á Syðri-Sandhólum ásamt Margréti Bjartmarsdóttur á Sandhólum.
Ærnar kunna vel við sig í nýjum húsakynnum.
Ærnar kunna vel við sig í nýjum húsakynnum.
Margrét Bjartmarsdóttir kom með tertu í tilefni dagsins. Gurra hitaði kaffi og er kampakát með tertuna á þessum hátíðisdegi í Árholti.
Margrét Bjartmarsdóttir kom með tertu í tilefni dagsins. Gurra hitaði kaffi og er kampakát með tertuna á þessum hátíðisdegi í Árholti.