Gjaldheimta hefst við Goðafoss. – Hægt að greiða með Auroracoins í dag

0
92

Frá og með deginum í dag verða allir þeir sem ætla að berja Goðafoss augum að borga sérstakt gjald fyrir það. Frá þessu segir í tilkynningu frá nýstofnuðu félagi áhugafólks um bætta aðstöðu við Goðafoss sem 641.is hefur borist. Gjaldinu er ætlað að standa straum af kostnaði við að koma upp salernisaðstöðu við Goðafoss, en engin salernisaðstaða er við fossinn og hefur borið nokkuð því að fólk gangi örna sinna við Goðafoss, öllu til ama.

cropped-Goðafoss-641-v2.jpg
Goðafoss

“Við erum orðin leið á því að fjalægja mannasaur. þetta er ógeðslegt verk og ekki nokkrum manni bjóðandi. Eitthvað verður að gera í þessu og innheimta á gjaldi fyrir það að skoða Goðafoss var eina færa leiðin til þess að bæta úr aðstöðunni” sagði talsmaður félagsins í spjalli við 641.is í morgun.

Að sögn talsmanns félagsins verður gjaldið hóflegt eða 1.200 krónur á mann. Talsmaður hópsins tók það þó sérstaklega fram að Íslendingar geta keypt sér aðgang fyrir lífstíð með því að greiða með Auroracoins gjaldmiðlinum sem allir Íslendingar fengu að gjöf 25. mars sl. Það tilboð gildir þó aðeins í dag.

Hér er hægt að kaupa aðgang fyrir lífstíð með Auroracoins.