Gistihúsið Fosshóll til sölu

Verðmiðinn er 170 milljónir

0
629

Gisti­húsið Foss­hóll, sem stend­ur á gil­barmi Skjálf­andafljóts um 500 metr­um frá Goðafossi, hef­ur verið sett á sölu. Þar hafa verið rek­in veit­inga­sala og gisti­hús frá ár­inu 1927. Frá 1997 hef­ur staður­inn verið í eigu Foss­hóls ehf. og er það fé­lag nú til sölu. Verðmiðinn er 170 millj­ón­ir króna. Mbl.is segir frá

„Þetta er á mann­eskju­legu verði miðað við það sem maður hef­ur séð á þess­um helstu stöðum,“ seg­ir Árný Þóra Ármanns­dótt­ir, einn af eig­end­um Foss­hóls. Aðspurð seg­ir hún að fjöl­skyld­an sín hafi keypt eign­ina árið 1987 en tíu árum síðar var rekstr­in­um breytt í eigna­hluta­fé­lag.

„Okk­ur lang­ar að sjá þenn­an stað í blóma og í rekstri,“ seg­ir hún og bæt­ir að staður­inn sé ein­stak­ur.

Nánar hér