Gengu í það heilaga á Skógarétt

0
201

Réttað var í Skógarétt í Reykjahverfi eftir hádegið í dag. Verður var frekar vott en þau Valþór Freyr Þráinsson og Signý Valdimarsdóttir bændur á Litlu-Reykjum í Reykjahverfi létu það ekki á sig fá heldur gengu í það heilaga á réttinni í dag. Athöfnin fór fram í kaffihléinu inn í sjálfri réttinni, en það var sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir á Þverá í Reykjahverfi sem gaf þau saman. Meðfylgjandi myndir tók Hörður Jónasson.

Hringarnir settir upp
Hringarnir settir upp
Orðin hjón
Orðin hjón