Gengu á línu yfir Dettifoss – Ætla að spila á hljóðfæri á línunni í dag

0
405

Tveir franskir ofurhugar og einn breskur gengu á línu yfir Jökulsá á Fjöllum rétt fyrir neðan við Dettifoss í gær og í fyrradag. Að sögn Bjarna Karlssonar landvarðar í Jökulsárgljúfrum fóru þeir nokkrar ferðir fram og til baka.

Ofurhugar þessir eru hluti af frönskum fjöllistahóp sem kallar sig “ElemenTerre ” og hafa stundað það að ganga eftir línu víðsvegar um heiminn í mörg ár á ýmsum varasömum stöðum.

Að sögn Bjarna stendur það til í dag að spila á hljóðfæri á línunni yfir beljandi Jökulsánni

Á meðfylgjandi tók myndir tók Bjarni Karlsson.

Mynd: Bjarni Karlsson