Gengið ótrúlega vel

0
243

Halldór Sigurðsson, réttarstjóri Norðlenska á Húsavík og bóndi á Syðri-Sandhóli á Tjörnesi, segir sláturtíðina hafa gengið ótrúlega vel. Hann segir fé vænt í ár og Ásvaldur Þormóðsson, bóndi á Stórutjörnum í Ljósavatnsskarði, er líka ánægður. Hann kom með fé til slátrunar á Húsavík í dag.

Halldór Sigurðsson og Ásvaldur Ævar Þormóðsson í sláturhúsi Norðlenska.
Mynd af vef norðlenska.

Halldór hrósaði bændum fyrir gott samstarf. Vegna áfallsins um daginn þegar fé fennti hefði þurft að breyta niðurröðun á slátrun dálítið, en það hefði ekki verið neitt vandamál.

 

Hér má sjá myndbandsviðtal við þá félaga