Geðorð vikunnar – Reyndu að skilja og hvetja aðra í kringum þig

0
173

Þegar þú sýnir skilning þá tekur þú meðvitaða ákvörðun um að bregðast við orðum eða framkomu annarrar manneskju á jákvæðan hátt. Samskiptahæfni sem einkennist af jákvæðni er hvetjandi fyrir aðra í kringum þig og getur stuðlað að breytingu á framkomu og líðan hjá þeim sem þú umgengst.

gedordin-tiu-stort

 

Þegar þú sýnir skilning þá ertu gagnrýninn í hugsun, skapandi og hefur sterka siðferðiskennd. Þú eykur heildarhamingju með því að æfa þig í að skilja og hvetja aðra í kringum þig.

Samráðshópur um áfallahjálp.