GAFL – félag um Þingeyskan byggingararf 5 ára

Afmælisfagnaður í Skrúðgarðinum á Húsavík á laugardag

0
202

GAFL, félag um þingeyskan byggingararf er 5 ára, var stofnað 21.nóvember, 2012. Tilgangur félagsins er að vekja athygli á íslenskri byggingararfleifð og auka skilning á þeim verðmætum og þeirri sérstöðu sem í henni felst með sérstaka áherslu á Þingeyjarsýslur.

Félagið mun efna til 5 ára afmælisfagnaðar laugardaginn 21.október nk. í Kvíabekk, staðsett í Skrúðgarðinum á Húsavík. Afmælisfagnaðurinn hefst kl.14 og verður opið hús til kl.17.

Sett verður upp sögu- og myndasýning í Kvíabekk sem segir m.a. frá starfsemi GAFLS, sögu Kvíabekkjar og teikningar af nýja húsinu verða til sýnis.

Þá mun Kvenfélag Húsavíkur sjá um kaffiveitingar.

Við bjóðum alla hjartanlega velkomna á þennan afmælisfagnað, laugardaginn 21.október n.k.