Gabríela Sól Magnúsdóttir vann sigur í Tónkvíslinni 2017, söngvakeppni Framhaldsskólans á Laugum, sem fram fór í kvöld í íþróttahúsinu á Laugum. Gabríela söng lagið „Saving all my love for you“. Í öðru sæti varð Freyþór Hrafn Harðarson sem söng lagið „Þú átt mig ein“ og í þriðja sæti varð Bjartur Ari sem söng lagið „Mutter“ við mikinn fögnuð viðstaddra.

Ljósbrá, Sandra og Hulda úr Hrafnagilsskóla í Eyjafirði áttu vinsælasta lagið, en það lag var hlutskarpast í símakosningunni. Þær sungu lagið „Make you feel my love“
Friðrika Bóel með sigurlag grunnskólakeppninar
Friðrika Bóel úr Borgarhólsskóla vann grunnskólakeppnina þegar hún sögn lagið “Torn”.
Kristjana Freydís úr Þingeyjarskóla varð í öðru sæti með lagið „When We Where yo“ og Hafdís Inga úr Borgarhólsskóla varð þriðja með lagið „Made of stars“.

Jón Jónsson
Jón Jónsson var sérstakur gestur Tónkvíslarinnar í ár en Jón sögn nokkur lög við mikinn fögnuð áhorfenda.
Hljómsveitin No Modus, sem skipuð er nemendum úr Framhaldsskólanum á Laugum spilaði undir í keppninni og stóður meðlimir hennar sér vel, en þeir voru allir að spila undir í fyrsta sinn.
Sýnt var beint frá Tónkvíslinni á sjónvarpsstöðinni N4 og einnig hér á 641.is.