Fyrsti heimaleikur Geisla á laugardag – Kynningarmyndband birt í kvöld

0
99

Knattspyrnulið Geisla úr Aðaldal spilar sinn fyrsta leik í fjórðu deildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Leikurinn fer fram á Ýdalavelli og hefst hann kl 14:00. Mótherjar Geisla í þessum fyrsta leik verður lið Léttis úr Reykjavík.

Lið Geisla í dag.
Lið Geisla í dag.

 

Í kvöld var kynningarmyndband af leikmönnum Geisla birt á stuðningmannahópur Geisla á Facebook sem horfa má á hér fyrir neðan.

641.is hvetur alla áhugasama til að mæta á leikinn á laugardag og fylgjast með Geislamönnum.

Leikjaplan Geisla 2016.

Geisli - leikjaplan
Leikjaplan Geisla 2016