Fyrsti glóðarhausinn komin á Samgönguminjasafnið

0
246

Samgönguminjasafninu í Ystafelli áskotnaðist einn glóðarhaus úr Öxarfirði í dag. Glóðarhausinn var notaður til þess að framleiða rafmagn fyrir kaupfélagshúsið á Kópaskeri áður en rafmagn var lagt þangað. Seinna var hann notaður á bænum Sandfellshaga þar sem hann knúði súgþurrkunarblásara.

Glóðarhausinn við komuna á Samgönguminjasafnið í dag. Mynd: Sverrir Ingólfsson.
Glóðarhausinn við komuna á Samgönguminjasafnið í dag. Mynd: Sverrir Ingólfsson.

Að sögn Sverris Ingólfssonar í Ystafelli var hann síðast settur í gang fyrir 30 árum en hefur staðið úti sl. 15 ár. Þrátt fyrir það virðist hann vera nokkuð heillegur. Glóðarhausinn er af tegundinni Bolinder og var smíðaður í Svíþjóð á árunum í kringum 1925 og er hann 12 hestöfl.  Að sögn Sverris verður hann skoðaður vandlega á næstunni, með gangsetningu í huga.

Glóðarhausar voru nokkuð algengir hér áður fyrr ma. í bátum og eitthvað voru þeir líka notaðir til sveita.

 

1382198_658296657534698_653860293_n
Glóðarhausinn. Mynd: Sverrir Ingólfsson.