Fyrsti fundur nýkjörinnar sveitarstjórnar Skútustaðahrepps

Helgi Héðinsson kjörinn oddviti

0
526

Fyrsti fundur nýkjörinnar sveitarstjórnar Skútustaðahrepps var haldinn í gær. Helgi Héðinsson H-lista var kjörinn oddviti og Sigurður G. Böðvarsson H-lista varaoddviti.

Sveitarstjórapistill nr. 36 kom út í dag, 14. júní 2018 í kjölfar sveitarstjórnarfundarins í gær.

Í pistlinum er m.a. fjallað um fyrsta sveitarstjórnarfundinn á þessu kjörtímabili, verðlaun sem Skútustaðahreppur fékk fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu, tvo starfsmenn sem létu af störfum vegna aldurs í vor eftir áratuga starf fyrir sveitafélagið, malbikunarframkæmdir, lengdan opnunartíma í líkamsræktina, jólasveinana í Dimmuborgum sem skemmta ferðamönnum í sumar, 17. júní hátíðahöldin og fleira.

Skútustaðahreppur.is