Fyrirmyndar vinnuskóli

0
181

Unglingarnir í Vinnuskóli Þingeyjarsveitar, sjá um að halda umhverfi okkar hreinu og snyrtilegu. Nóg er að gera hjá unga fólkinu okkar, svo mikið að takmarka hefur þurft hve oft eldri borgarar geta fengið slátt á görðum sínum. Vinnuskólinn sér um að slá og snyrta kirkjugarðana og við opinbert húsnæði í eigu Þingeyjarsveitar. Á fyrsta vinnudegi  vinnuskólans hafði Berglind Gunnarsdóttir æskulýðs og tómstundafulltrúi Þingeyjarsveitar fræðslu um starfsánægju og hversu miklu það skiptir að vera virkur í vinnunni uppá framtíðina að gera og Ásta M Rögnvaldsdóttir iðjuþjálfi talaði um líkamsbeitingu bæði í vinnu og almennt. Flokkstórar eru Halldór Hrafn Gunnarsson vestan heiðar og Jóhann Aðalsteinsson austan heiðar, samtals eru 13 ungmenni skráð í vinnu. Samstarf hefur verið við vinnuskólann á Húsavík og með þeim boðið uppá fræðsludaga. Í vikunni var farið á fræðslufyrirlestur um kynlíf, kynheilbrigði og fleira. Aðalbjörn Jóhannsson sá  um fræðsluna sagði að dagurinn hefði tekist mjög vel, unga fólki hefði verið ófeimið og tekið virkan þátt, „þetta voru bara flottir krakkara“ sagði Aðalbjörn, og sömuleiðis eru krakkarnir mjög ánægð með þennan fræðsludag. Eftir fyrirlesturinn kom hópurinn við á skrifstofu Framsýnar og fengu stutta fræðsla um starfssemina þar og var auðvitað boðið uppá sæta hressingu. Síðar í sumar geta vinnuskólaunglingarnir fengið að hitta bandaríska fornleifafræðinga upp við Skútustaði í Mývatnssveit, spjallað við þá og kynnt sér þeirra starf og fleira, það er Fornleifaskólinn sem kemur því í kring. Vinnuskólinn mun starfa fram að verslunarmannahelgi, en þyrfti  að starfa lengur segir Halldór Hrafn, sem er mjög ánægður með sinn vinnuflokk segir að mórallinn sé góður, þau vinnusöm og alltaf að bæta sig.

 

t.v. Helga María, Pétur Ívar, Bjargey, Guðrún Borghildur og Halldór flokkstjóri.
t.v. Helga María, Pétur Ívar, Bjargey, Guðrún Borghildur og Halldór flokkstjóri.

 

 

 

 

 

 

 

á bak við öryggishlífina er Pétur Rósberg.
á bak við öryggishlífina er Pétur Rósberg.

 

 

 

 

 

 

 

með hjólbörur er  Ingi Þór                                                                                                                                                                                                                                                                                         með hjólbörur er Ingi Þór

flokkstjórinn var líka að vinna, á sláttuvélinni er Arney.
flokkstjórinn var líka að vinna, á sláttuvélinni er Arney.