Fyrirliði Grindvíkinga í Pepsídeildinni gestaþjálfari hjá Mývetningi

0
273

Í síðustu viku var önnur fótboltaæfing vetrarins hjá Mývetningi. Að þessu sinni mætti gestaþjálfari á æfinguna. Það var Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur í Pepsídeildinni sem þjálfaði krakkana við góðar undirtektir. Hann er sonur Þorsteins Gunnarssonar sveitarstjóra og var hér í heimsókn. Frá þessu segir á vef Skútustaðahrepps.

Von er á öðrum fyrirliða úr Pepsideildinni, sjálfum Mývetningnum Baldri Sigurðssyni hjá Stjörnunni, til að taka æfingu fljótlega með krökkunum.

Skútustaðahreppur.is