Sunnudaginn 17. mars mun Vilborg halda fyrirlestur í félagheimilinu Beiðumýri kl. 20:00. Hún greinir frá ferð sinni á Suðurpólinn í máli og myndum auk þess sem hún segir frá því hvernig hún setti sér markmið og valdi sér jákvæð uppbyggjandi gildi til að halda út í erfiðum aðstæðum.

Það eru kvenfélögin í Suður-Þingeyjarsýslu sem hafa tekið höndum saman um að fá Vilborgu hingað norður með fyrirlestra. Auk þess að tala á Breiðumýri á sunnudagskvöld mun hún heimsækja skólana í sýslunni á mánudag og þriðjudag og tala við nemendur.
Kvenfélagskonur eru hvattar til að fjölmenna á sunnudagskvöldið og taka með sér gesti.