Frjálsíþróttaráð HSÞ – Æfingabúðir á Þórshöfn

0
120

Frjálsíþróttaráð HSÞ stóð fyrir sólarhringsæfingabúðum á Þórshöfn um sl. helgi. Frjálsíþróttaráð fékk rútu frá Fjallasýn til að koma krökkunum á milli staða. Alls voru 29 frjálsíþróttaiðkendur teknir upp í rútuna á leiðinni en með í för voru líka Brói þjálfari, Friðbjörn Bragi og svo Hulda, Malla og Jóa úr frjálsíþróttaráði. Þegar allir voru komnir í salinn á Þórshöfn töldum við rúmlega 50 krakka og finnst okkur það alveg frábært, segir í frétt á vef HSÞ í dag.

Frjálsar æfingabúðir á Þórshöfn

 

Fyrri æfing laugardagsins hófst klukkan 10 og stóð fram að hádegi. Boðið var upp á pasta í hádeginu og svo var hvíld og frágangur fram að seinni æfingunni sem var klukkan hálf tvö.

Að lokum var farið í sturtu eða sund og svo boðið upp á hressingu áður en haldið var heim.

Lesa nánar á vef HSÞ