Frjálsíþróttalið HSÞ – Vöffluhlaðborð til fjáröflunar keppnisferðar til Gautaborgar

0
189
Kæru sveitungar og aðrir nágrannar. Laugardaginn 26. maí ætlum við nokkur úr frjálsíþróttaliði HSÞ að halda vöffluhlaðborð í safnaðarheimili Þorgeirskirkju til fjáröflunar keppnisferðar okkar til Gautaborgar í sumar.
“Kaffihúsið” verður opið frá 13-18, kr. 1200 fyrir fullorðna og 700.- fyrir börn, frí ábót. Við höfum fengið stuðning frá Vilko og MS sem við kunnum okkar bestu þakkir fyrir.
Athugið enginn posi á staðnum.

Hlökkum til að sjá ykkur.